top of page

Einfaldar lausnir - þekking og þjónusta

    Samfélagsuppgjör
   Ráðgjöf & Námskeið
       Rafrænar lausnir 

Við bjóðum einfalda og þægilega lausn við gerð samfélagsuppgjörs og sjálfbærniskýrslna fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Okkar lausnir eru sniðnar að öllum stærðum skipulagsheilda og öllum atvinnugreinum.

Við fylgjum viðurkenndum alþjóða viðmiðum um sjálfbærni sem byggja á gagnsæi og trausti með möguleika á gagnastreymi. 

Okkar lausnir fylgja m.a. viðmiðum Nasdaq, UN Global Compact, UN SDG, GRI, UN PRI og uppfylla upplýsingaskyldu um ófjárhagslegar upplýsingar í lögum um ársreikninga.

 

Í ráðgjöf okkar leitumst við að innleiða lausnir  þar sem litið er m.a. á uppfyllingu ársskýrslana um ófjárhagslegar upplýsingar, greindir eru lykilmælikvarðar og viðskiptalíkan starfseminnar. Einnig eru skoðaðir ferlar sem hafa áhrif á rekstrarbestun, hagræðingar í kostnaði, áhættustýringar, orðsporsáhættu, verðmætasköpun, virðisauka, samkeppnishæfni, sem og þættir er geta leitt til hagstæðari kjara til fjármögnunar. Til að efla stuðning við viðskiptavini okkar bjóðum við sérsniðin námskeið í samfélags- og umhverfismálum, reglugerðum og vottunum.

KPMG á Íslandi er samstarfsaðili okkar í innleiðingu upplýsinga um ófjárhagslega mælikvarða reksturs.

 

Í samvinnu við Klappir Grænar Lausnir hf. bjóðum við öflugan hugbúnað sem heldur utan um rafrænar umhverfisskýrslur og samfélagsuppgjör. Boðið er upp á gagnastreymi frá þriðja aðila og hýsingu gagna. Ráðgjafar okkar aðstoða við innleiðingu hugbúnaðarins, úrvinnslu gagna og viðhald upplýsinga.

Vinsamlegast klikkið á Logo Klappir fyrir nánari upplýsingar.

bottom of page